Fríður hópur nemenda úr skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands kom fyrir skömmu í heimsókn til Héðins í Gjáhellu 4 undir handleiðslu Kristins E. Hrafnssonar, skúlptúrlistamanns og stundakennara við skólann. Skúlptúrlistamenn hafa löngum notað málma í listsköpun sinni og miðaði heimsóknin að því að kynnast betur þeim möguleikum sem málmiðnaðurinn býr yfir. Kristinn er annar frá vinstri á myndinni.
Már Árnason verkstjóri Plötudeildar Héðins tók á móti hópnum og sýndi listafólkinu unga hvaða möguleika málmtæknin byði upp á, ekki síst með þeim fjölbreytta tækjabúnaði sem Héðinn hefur yfir að ráða.