Þjónustuverkstæði Héðins á Grundartanga hefur verið stækkað um helming til að sinna vaxandi verkefnaþörf stóriðjufyrirtækjanna á svæðinu. Þegar verkstæðið tók til starfa í árslok 2009 var það á 400 fermetra gólffleti en er nú 800 fermetrar.

Héðinn hefur sinnt verkefnum á Grundartanga um árabil, en var lengi vel ekki með fasta aðstöðu þar. Framan af var talið að 400 fermetra verkstæðisbyggingin mundi nægja. Til vonar og vara var gert ráð fyrir möguleikanum á stækkun hennar og kom á daginn að þess var þörf fyrr en síðar.

Að jafnaði sjá 12 starfsmenn Héðins um að sinna verkefnum fyrir stóriðjufyrirtækin á Grundartanga.

Horft úr um dyrnar á þjónustuverkstæðinu að járnblendiverksmiðju Elkem á Íslandi.