Héðinn og Kristinn E. Hrafnsson listamaður hafa lengi átt samleið. Héðinn hefur aðstoðað Kristin við gerð ýmissa listaverka hans og verk hans er að finna í húsakynnum fyrirtækisins. Aðdáendur Kristins geta þessa dagana séð þverskurð af verkum hans á sýningu í Arion banka í Borgartúni. Sýningin stendur til 12. ágúst næstkomandi og er öllum opin. Viðskiptavinir Héðins komast ekki hjá því að kynnast verkum Kristins við komuna í Gjáhellu 4, því fyrir framan innganginn er listaverkið „Staður“ greypt í gangstéttarhellurnar. Undirtitill verksins er „Hér mun allt gerast.“

Mynd af listaverki Kristinns

Kristinn E. Hrafnsson er einna best þekktur fyrir skúlptúrverk sem er að finna víða. Listaverkum Kristins er lýst sem svo að þau séu tilbrigði við grundvallareiginleika hluta eins og staði, stefnur, hreyfingu, áttir og tíma. Þetta fléttast saman í verkum hans með listrænu ímyndunarafli, heimspekilegu innsæi og óaðfinnanlegu handverki.

Málmur leikur stórt hlutverk í verkum Kristins og hefur hann leitað til Héðins í gegnum tíðina með járnsteypu, málmskurð og sitthvað fleira sem kallar á sérhæfðan tækjabúnað og snjallar lausnir.