Vefsíða Héðins hefur gengið í gegnum endurnýjun og birtist nú í nýju vefumsjónarkerfi. Eftir þessar breytingar lagar vefsíðan sig sjálfkrafa að öllum tækjum sem nota má til að vafra á netinu, snjallsímum, spjaldtölvum og tölvuskjám.

Samhliða er búið að setja allar upplýsingar um vöruframboð og þjónustu Héðinshurða inn á sérstaka vefsíðu, hedinshurdir.is. Þar er að finna ítarlegri upplýsingar en áður og betri myndir af valmöguleikum. Áfram er hægt að óska eftir að fá tilboð í iðnaðarhurðir og bílskúrshurðir. Líkt og endurnýjaður vefur Héðins lagar vefsíða Héðins hurða sig að öllum vöfrum óháð stærð eða umfangi tækjabúnaðarins.

Vefsíða Héðins er einfaldari í sniðum en áður. Innsetningu á efni er ekki að fullu lokið og sömuleiðis er útgáfa hennar á ensku ekki tilbúin en verður það innan tíðar.