Nesfiskur í Garði hefur samið við Héðin um viðamikla endurnýjun búnaðar í Sóleyju Sigurjóns GK-200. Allur búnaðurinn er frá Rolls-Royce Marine og munu starfsmenn Héðins annast uppsetninguna.

Um er að ræða ný togspil og ný gilsaspil ásamt nýrri spildælu sem er hraðastýrð með tíðnibreyti. Þessi stýring er tiltölulega ný af nálinni frá Rolls-Royce Marine og stuðlar að olíusparnaði og nákvæmni í notkun.

Þá verður sett upp nýtt rafknúið vírastýri með tíðnibreyti og er hægt að stjórna því með autoinu úr brúnni. Nýtt auto fyrir spilstjórnun verður einnig sett upp, svo og nýtt viðvörunarkerfi. Viðvörunarkerfið er öllu skipt út og býður búnaðurinn upp á mikla möguleika.  Kerfið er það allra nýjasta frá Rolls-Royce, gefið út á þessu ári.

Sóley Sigurjóns GK-200 er 42 metra frystitogari, 737 brúttótonn og byggð árið 1987.