Sól­berg ÓF 1 kom til heima­hafn­ar á Ólafs­firði föstudaginn 19. maí, fyrsta skipið með hinni nýju mjöl- og lýsisverksmiðju Héðins (HPP) um borð. Með þessari fullkomnu og hagkvæmu verksmiðju stefnir Rammi ehf, útgerð Sólbergs, að því að hámarka verðmætasköpun skipsins.

Þessi nýi og full­komni frysti­torg­ara var smíðaður hjá Terzan í Tyrklandi og nem­ur fjár­fest­ing­in um fimm millj­örðum króna. Skipið er búið full­komn­um tækni­búnaði í brú og vél­ar­rúmi og í vinnsl­unni leys­ir sjálf­virkni manns­hönd­ina af á mörg­um sviðum.

Vinnslu­mögu­leik­ar um borð eru mun fjöl­breytt­ari en áður og gegnir HPP (Héðinn Protein Plant) þar lykilhlutverki. Nýja skipið er miklu af­kasta­meira en eldri skip sömu stærðar. Frystiget­an er um 90 tonn af fiski á sól­ar­hring sem er svipað og í stærstu frysti­húsum fyr­ir bol­fisk.

Héðinn óskar Ramma ehf. og áhöfn Sólbergs til hamingju með þennan merka áfanga og þakkar ánægjulegt samstarf við undirbúning og uppsetningu próteinverksmiðjunnar.