Við erum sérfræðingar í Hardox slitstáli

Héðinn hf. er eina íslenska fyrirtækið í „Hardox Wearparts“ þjónustunetinu. Þessa viðurkenningu veitir SSAB, framleiðandi Hardox, einungis þeim fyrirtækjum sem standast ítrustu kröfur um þekkingu, tækjakost, lager og vinnubrögð við vinnslu á Hardox slitstáli.

Hardox slitstál er notað í allri starfsemi þar sem mikið mæðir á slitflötum. Slitþol Hardox er rúmlega þrefalt meira en í venjulegu stáli. Þrátt fyrir þetta mikla slitþol heldur Hardox fullum burðarstyrk stálsins. Hardox er ávallt til á lager hjá okkur í þykktum frá 1 mm upp í 50 mm.

Hvað getum við gert fyrir þig? Hafðu samband við Gísla Pál Friðbertsson  gisli@hedinn.is – beinn sími 569-2134

Hardox framleiðslan

SSAB, framleiðslufyrirtæki Hardox, er ekki aðeins stærsti framleiðandi slitstáls í heiminum, heldur er fyrirtækið með afar þéttriðið þjónustunet. Um 500 fyrirtæki eru í Hardox Wearparts þjónustunetinu og er Héðinn eitt þeirra. Á vefsíðu Hardox Wearparts er gott yfirlit um fjölbreytt framboð af Hardox lausnum og ávinninginn af notkun slitstálsins.  Hardoxwearparts.com

Notkunarsvið Hardox er afar fjölbreytt og hér að neðan má sjá nokkur dæmi.

Jarðýtutennur
Ripperar
Gröfuskóflur
Grjótmulningsvélar
Smíði skóflu frá grunni úr Hardox slitstáli.
Malarnám.
Grjótmulningsnáma.
Slitfletir við sanddælingu
Sorpmeðferð
Fjölbreytt verkefni við smíði úr Hardox slitstáli.